Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2017 15:00 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Services vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Minden gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póstherbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kassanum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden-málið í Fréttablaðinu 29. apríl síðastliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verðmætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heimsstyrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtækinu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germanico hafi verið dótturfyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður-Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofnana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Services vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Minden gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póstherbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kassanum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden-málið í Fréttablaðinu 29. apríl síðastliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verðmætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heimsstyrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtækinu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germanico hafi verið dótturfyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður-Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofnana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira