Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2017 15:00 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Services vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Minden gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póstherbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kassanum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden-málið í Fréttablaðinu 29. apríl síðastliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verðmætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heimsstyrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtækinu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germanico hafi verið dótturfyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður-Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofnana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Services vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Minden gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póstherbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kassanum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden-málið í Fréttablaðinu 29. apríl síðastliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verðmætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heimsstyrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtækinu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germanico hafi verið dótturfyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður-Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofnana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira