Sport

Arna Stefanía komst í úrslit

Elías Orri Njarðarson skrifar
Arna komst í úrslitin í dag
Arna komst í úrslitin í dag visir/epa
Arna Stefanía Guðmundsdóttir komst í úrslit í 400 metra grindahlaupi kvenna á Evrópumóti U23 ára í frjálsum íþróttum sem haldið er í Póllandi.

Arna hljóp 400 metrana á 57,02 sekúndum og endaði í fjórða sæti af þeim átta sem komast áfram í úrslitin.

Ayomide Folorunso var með besta tímann en hún hljóp á 56,35 sekúndum.

Keppt verður í úrslitunum á morgun, 16.júlí, klukkan 13:57. Seinna í dag mun Aníta Hinriksdóttir keppa til úrslita í 800 metra hlaupi kvenna hægt er að fylgjast með stöðunni á mótinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×