Bifreið féll af tjakki á manninn á gámasvæðinu við Víkurheiði á þriðjudagskvöld. Klemmdist maðurinn fastur undir bifreiðinni sem hann var að vinna undir.
Hann var endurlífgaður á vettvangi og fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi nú skömmu fyrir hádegi segir að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn í gær.