Innlent

Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Við Jökulsárlón. Fréttablaðið/Valli
Við Jökulsárlón. Fréttablaðið/Valli
Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins til umhverfisráðuneytisins sem vill friðlýsa Fell og innlima í Vatnajökulsþjóðgarð.

Mikill rekstur er í landi Fells vegna útsýnisferða og annars við Jökulsárlón. Fjármálaráðuneytið segir að verið sé að setja saman starfshóp sem móta eigi almennan ramma utan um sérleyfissamninga vegna nýtingar lands í eigu ríkisins. „Gert er ráð fyrir að þær tillögur liggi fyrir síðar á þessu ári og að þær muni væntanlega gilda um allt land í eigu ríkisins.“

Ríkið neytti forkaupsréttar þegar fyrri eigendur höfðu samið um sölu á Felli til einkaaðila og greiðir 1.520 milljónir króna fyrir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×