Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Benedikt Bóas skrifar 15. júlí 2017 07:00 Almenningur hefur haft mikinn áhuga á breytingum á kynferðisbrotum undanfarin ár. Hér frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem mönnum hafði verið sleppt eftir rannsókn lögreglu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég er mjög ánægður með að hún sé að skoða þetta ferli. Það er byrjunin. Við höfum sagt að þetta sé undarlegt ferli. Þegar tilfelli Róberts Árna kemur upp, þar sem maður sem hefur aldrei játað en er dæmdur fær uppreist æru í gegnum ráðuneytið, þá finnst mér frábært að hún ætli að endurskoða þetta,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, um þá ákvörðum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp í haust um fyrirhugaðar breytingar sem varða uppreist æru. Vinna við gerð frumvarpsins er þegar hafin. Bergur Þór er faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á. Róbert fékk uppreist æru sem hefur vakið gremju margra og enn hafa engar upplýsingar fengist um hver það var sem mælti með að hann fengi óflekkað mannorð. Morgunblaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að afnema heimild stjórnvalda í hegningarlögum til að veita einstaklingum uppreist æru. Bergur og Þröstur Leó Gunnarsson skrifuðu pistil í Fréttablaðið sem fór víða. Bergur segir að viðbrögðin hafi verið mjög jákvæð og fjölmörg á ýmsum miðlum og virkað sem hvatning á þá félaga. „Þetta hefur rétt aðeins við bakið á þolendum Róberts Árna. Það er vakning um þessi málefni því þetta er ekki rétt. Við þurfum að leiðrétta menningu okkar,“ segir Bergur. Hann segir að það eigi ekki að vera nauðganir um hverja verslunarmannahelgi. „Þessi mál eiga ekki að fara í gegnum dómskerfið eins og þau gera og ég finn fyrir mikilli þörf fólks fyrir að leiðrétta og ræða þessi mál. Þetta gerist orðið svo oft, er svo mikið og almennt og næstum því viðtekin venja. Ég skil þetta ekki.“ Bergur segir þörf á að ræða þessi mál áfram og komast að niðurstöðu. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með að hún sé að skoða þetta ferli. Það er byrjunin. Við höfum sagt að þetta sé undarlegt ferli. Þegar tilfelli Róberts Árna kemur upp, þar sem maður sem hefur aldrei játað en er dæmdur fær uppreist æru í gegnum ráðuneytið, þá finnst mér frábært að hún ætli að endurskoða þetta,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, um þá ákvörðum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp í haust um fyrirhugaðar breytingar sem varða uppreist æru. Vinna við gerð frumvarpsins er þegar hafin. Bergur Þór er faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á. Róbert fékk uppreist æru sem hefur vakið gremju margra og enn hafa engar upplýsingar fengist um hver það var sem mælti með að hann fengi óflekkað mannorð. Morgunblaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að afnema heimild stjórnvalda í hegningarlögum til að veita einstaklingum uppreist æru. Bergur og Þröstur Leó Gunnarsson skrifuðu pistil í Fréttablaðið sem fór víða. Bergur segir að viðbrögðin hafi verið mjög jákvæð og fjölmörg á ýmsum miðlum og virkað sem hvatning á þá félaga. „Þetta hefur rétt aðeins við bakið á þolendum Róberts Árna. Það er vakning um þessi málefni því þetta er ekki rétt. Við þurfum að leiðrétta menningu okkar,“ segir Bergur. Hann segir að það eigi ekki að vera nauðganir um hverja verslunarmannahelgi. „Þessi mál eiga ekki að fara í gegnum dómskerfið eins og þau gera og ég finn fyrir mikilli þörf fólks fyrir að leiðrétta og ræða þessi mál. Þetta gerist orðið svo oft, er svo mikið og almennt og næstum því viðtekin venja. Ég skil þetta ekki.“ Bergur segir þörf á að ræða þessi mál áfram og komast að niðurstöðu.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira