Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 19:41 Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira