Kavanagh: Ponzinibbio er enginn aumingi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2017 19:00 John Kavanagh, þjálfari Gunnars. Gunnar Nelson hefur oftar en ekki klárað sínar æfingabúðir hjá John Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar eingöngu á Íslandi. „Hann vildi líklega ekki fara frá stráknum sínum. Gunnar veit hvað hann er að gera og við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi. Ég sé allt myndefnið frá æfingunum,“ segir Kavanagh en hann er mjög ánægður með sinn mann. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann hefur klárað tvo stráka sem eru líkir þessum. Jouban og Tumenov lögðu mikla áherslu á boxið. Það er ekki auðvelt að taka svona menn niður. Gunnar lítur mjög vel út og er í hrikalega góðu formi. Þetta gætu orðið fimm lotur því Ponzinibbio er enginn aumingi. Ég sé þetta ekki klárast í fyrstu lotu og því þarf formið að vera í lagi. Ég veit að hann er í fáranlegu góðu formi.“ Þjálfarinn er gríðarlega ánægður með standið á Gunnari og er þegar búinn að sjá fyrir sér hvernig þessi bardagi verði á sunnudag. „Ég held að bardaginn klárist í annarri eða þriðju lotu. Ponzinbbio er hraður og í flottu formi. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa lent í erfiðleikum með að ná honum í gólfið. Það er líka erfitt að halda honum í gólfinu. „Það væri líka heimskulegt hjá honum að bera ekki virðingu fyrir því hversu öflugur Gunni er standandi. Gunni er sterkari standandi og í gólfinu. Ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Gunnar í skýjunum með nýju Spiderman-myndina Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá Gunnari Nelson fyrir bardaga að skella sér í bíó og hann var ekkert að brjóta þá hefð að þessu sinni. 14. júlí 2017 10:00 Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Hef beðið eftir þessu tækifæri Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka. 14. júlí 2017 08:00 Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. 14. júlí 2017 14:00 Gunnar væri til í að sleppa hönskunum Gunnar Nelson mun annan bardagann í röð berjast með hanska í small-stærð en þegar hann byrjaði hjá UFC var hann að nota hanska sem voru í large-stærð. 14. júlí 2017 12:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Gunnar Nelson hefur oftar en ekki klárað sínar æfingabúðir hjá John Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar eingöngu á Íslandi. „Hann vildi líklega ekki fara frá stráknum sínum. Gunnar veit hvað hann er að gera og við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi. Ég sé allt myndefnið frá æfingunum,“ segir Kavanagh en hann er mjög ánægður með sinn mann. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann hefur klárað tvo stráka sem eru líkir þessum. Jouban og Tumenov lögðu mikla áherslu á boxið. Það er ekki auðvelt að taka svona menn niður. Gunnar lítur mjög vel út og er í hrikalega góðu formi. Þetta gætu orðið fimm lotur því Ponzinibbio er enginn aumingi. Ég sé þetta ekki klárast í fyrstu lotu og því þarf formið að vera í lagi. Ég veit að hann er í fáranlegu góðu formi.“ Þjálfarinn er gríðarlega ánægður með standið á Gunnari og er þegar búinn að sjá fyrir sér hvernig þessi bardagi verði á sunnudag. „Ég held að bardaginn klárist í annarri eða þriðju lotu. Ponzinbbio er hraður og í flottu formi. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa lent í erfiðleikum með að ná honum í gólfið. Það er líka erfitt að halda honum í gólfinu. „Það væri líka heimskulegt hjá honum að bera ekki virðingu fyrir því hversu öflugur Gunni er standandi. Gunni er sterkari standandi og í gólfinu. Ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Gunnar í skýjunum með nýju Spiderman-myndina Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá Gunnari Nelson fyrir bardaga að skella sér í bíó og hann var ekkert að brjóta þá hefð að þessu sinni. 14. júlí 2017 10:00 Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Hef beðið eftir þessu tækifæri Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka. 14. júlí 2017 08:00 Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. 14. júlí 2017 14:00 Gunnar væri til í að sleppa hönskunum Gunnar Nelson mun annan bardagann í röð berjast með hanska í small-stærð en þegar hann byrjaði hjá UFC var hann að nota hanska sem voru í large-stærð. 14. júlí 2017 12:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Gunnar í skýjunum með nýju Spiderman-myndina Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá Gunnari Nelson fyrir bardaga að skella sér í bíó og hann var ekkert að brjóta þá hefð að þessu sinni. 14. júlí 2017 10:00
Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00
Hef beðið eftir þessu tækifæri Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka. 14. júlí 2017 08:00
Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. 14. júlí 2017 14:00
Gunnar væri til í að sleppa hönskunum Gunnar Nelson mun annan bardagann í röð berjast með hanska í small-stærð en þegar hann byrjaði hjá UFC var hann að nota hanska sem voru í large-stærð. 14. júlí 2017 12:30