Fjórtán starfsmönnum ekki tryggð áframhaldandi vinna hjá HB Granda Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 14:35 Frá HB Granda á Akranesi. vísir/anton brink Ekki hefur verið hægt að verða við óskum 14 starfsmanna af 92, sem sagt var upp hjá HB Granda á Akranesi, um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. 57 starfsmönnum, sem sagt var upp, var boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðum HB Granda. Starfsfólkinu, sem vann við botnfiskvinnslu í starfsstöð HB Granda á Akranesi, var sagt upp störfum vegna flutninga á starfseminni til Reykjavíkur. Því var öllu gefinn kostur á að sækja um áframhaldandi vinnu á öðrum starfstöðvum fyrirtækisins á Akranesi og í Reykjavík. Frestur til þessa rann út 30. Júní síðastliðinn. Í dag verður 57 starfsmönnum boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðvum HB Granda eða dótturfélögum en enn er óvíst með framtíð 14 starfsmanna hjá fyrirtækinu. „Að svo stöddu er ekki hægt að verða við óskum 14 starfsmanna af þeim 92 sem sagt var upp,“ segir í fréttatilkynningu frá HB Granda sem send var út í dag. „Allir sem tóku fram að Norðurgarður í Reykjavík kæmi til greina sem vinnustaður fá boð um vinnu þar, alls 29 starfsmenn. 28 starfsmenn fá boð um störf á Akranesi, hjá dótturfélögum HB Granda, Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni en einnig við sameiginlega þjónustu, þ.e. umsjón tækja, lóða og fasteigna félagsins. 21 starfsmaður hyggst eða hefur þegar farið til annarra vinnuveitanda eða í nám.“ Starfsmennirnir 14 halda vinnunni til 1. september næstkomandi en HB Grandi mun „áfram aðstoða þá eftir megni við atvinnuleit innan félagsins sem utan,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Tæplega fjörutíu starfsmenn botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi hafa þegar sótt um að starfa áfram hjá fyrirtækinu þegar vinnslunni verður lokað. Verkalýðsleiðtogi óttast hins vegar að fá störf séu í boði. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að verða við óskum 14 starfsmanna af 92, sem sagt var upp hjá HB Granda á Akranesi, um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. 57 starfsmönnum, sem sagt var upp, var boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðum HB Granda. Starfsfólkinu, sem vann við botnfiskvinnslu í starfsstöð HB Granda á Akranesi, var sagt upp störfum vegna flutninga á starfseminni til Reykjavíkur. Því var öllu gefinn kostur á að sækja um áframhaldandi vinnu á öðrum starfstöðvum fyrirtækisins á Akranesi og í Reykjavík. Frestur til þessa rann út 30. Júní síðastliðinn. Í dag verður 57 starfsmönnum boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðvum HB Granda eða dótturfélögum en enn er óvíst með framtíð 14 starfsmanna hjá fyrirtækinu. „Að svo stöddu er ekki hægt að verða við óskum 14 starfsmanna af þeim 92 sem sagt var upp,“ segir í fréttatilkynningu frá HB Granda sem send var út í dag. „Allir sem tóku fram að Norðurgarður í Reykjavík kæmi til greina sem vinnustaður fá boð um vinnu þar, alls 29 starfsmenn. 28 starfsmenn fá boð um störf á Akranesi, hjá dótturfélögum HB Granda, Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni en einnig við sameiginlega þjónustu, þ.e. umsjón tækja, lóða og fasteigna félagsins. 21 starfsmaður hyggst eða hefur þegar farið til annarra vinnuveitanda eða í nám.“ Starfsmennirnir 14 halda vinnunni til 1. september næstkomandi en HB Grandi mun „áfram aðstoða þá eftir megni við atvinnuleit innan félagsins sem utan,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Tæplega fjörutíu starfsmenn botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi hafa þegar sótt um að starfa áfram hjá fyrirtækinu þegar vinnslunni verður lokað. Verkalýðsleiðtogi óttast hins vegar að fá störf séu í boði. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28
Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57
Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Tæplega fjörutíu starfsmenn botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi hafa þegar sótt um að starfa áfram hjá fyrirtækinu þegar vinnslunni verður lokað. Verkalýðsleiðtogi óttast hins vegar að fá störf séu í boði. 20. júní 2017 07:00