Innlent

Stefnir í að 100 milljóna króna múrinn verði rofinn

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Frá ræsingunni í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.
Frá ræsingunni í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. Vísir/Daníel
Nú þegar hafa safnast um 17 milljónir króna eða 61 prósenti hærri upphæð en á sama tíma í fyrra í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlauparar söfnuðu 97,2 milljónum til góðgerðarmála í fyrra sem var nýtt met en miðað við gang mála núna er ekki ólíklegt að það met verði slegið í ágúst.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 34. sinn laugardaginn 19. ágúst. Rúmlega 8.600 manns eru þegar skráð til þátttöku í hlaupið og safnar stór hluti þeirra áheitum til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti mánudaginn 21. ágúst. Á hlaupastyrkur.is geta skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu safnað áheitum fyrir um 150 mismunandi góðgerðarfélög. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×