Hjörleifur Jakobsson kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Hlutafé Kviku fjárfestingarbanka verður aukið um allt að tvo milljarða króna til að fjármagna kaupin á Virðingu. Vísir/GVA Hjörleifur Jakobsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, og eiginkona hans, Hjördís Ásberg, hafa eignast ríflega 3,3 prósenta hlut í Kviku banka. Seljandi bréfanna er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem var fyrir viðskiptin næststærsti hluthafi fjárfestingarbankans með 8,3 prósent, en gengið var frá kaupunum fyrr í þessari viku. Eignarhlutur þeirra hjóna í Kviku er í gegnum safnreikning hjá Virðingu en eftir kaupin eru þau á meðal tíu stærstu hluthafa bankans. Hjörleifur, sem er í dag stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar og bílaumboðsins Öskju, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi. Ekki liggur fyrir hvað hann greiddi fyrir bréfin í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar tryggingafélagið VÍS keypti um 22 prósenta hlut í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, má áætla að kaupverðið hafi verið rúmlega 250 milljónir króna. Þau hjónin hafa komið að ýmsum fjárfestingum á undanförnum árum, meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu, en Hjörleifur var á árum áður forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso. Eignarhaldsfélag þeirra seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni vorið 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni um 760 milljónum. Þá er um þessar mundir verið að vinna að því að ganga frá sölu á Öryggismiðstöðunni, þar sem Hjörleifur er á meðal stærstu hluthafa, en félagið var sett í söluferli í lok apríl á þessu ári, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eru Brimgarðar jafnframt í hópi stærstu hluthafa í fasteignafélögunum Reitum, Regin og Eik. Þau systkinin komu inn í hluthafahóp Straums fjárfestingarbanka sumarið 2014 sem sameinaðist ári síðar MP banka undir nafninu Kvika.Hjörleifur Jakobsson var um árabil stjórnarmaður í Kaupþingi.Hlutafé aukið um 2 milljarða Talsvert hefur verið um viðskipti með bréf í Kviku banka á undanförnum mánuðum og misserum. Nokkrum vikum fyrir kaup VÍS á rúmlega fimmtungshlut í fjárfestingarbankanum í byrjun þessa árs höfðu annars vegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs og stórir hluthafar í VÍS, og félag í eigu Sigurðar Bollasonar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarmanns House of Fraser, keypt samanlagt 15 prósenta hlut í Kviku. Þá bætti VÍS við sig um þriggja prósenta hlut í bankanum í apríl síðastliðnum þegar tryggingafélagið keypti hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands auk þess sem félagið RES II, sem er í meirihlutaeigu Sigurðar, gekk nýlega frá kaupum á stærstum hluta bréfa TM í Kviku og á eftir þau viðskipti tæplega tíu prósenta hlut. Á hluthafafundi Kviku sem fer fram í dag, föstudaginn 14. júlí, mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Til stendur að auka hlutafé bankans um allt að tvo milljarða króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta kauptilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Hjörleifur Jakobsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, og eiginkona hans, Hjördís Ásberg, hafa eignast ríflega 3,3 prósenta hlut í Kviku banka. Seljandi bréfanna er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem var fyrir viðskiptin næststærsti hluthafi fjárfestingarbankans með 8,3 prósent, en gengið var frá kaupunum fyrr í þessari viku. Eignarhlutur þeirra hjóna í Kviku er í gegnum safnreikning hjá Virðingu en eftir kaupin eru þau á meðal tíu stærstu hluthafa bankans. Hjörleifur, sem er í dag stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar og bílaumboðsins Öskju, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi. Ekki liggur fyrir hvað hann greiddi fyrir bréfin í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar tryggingafélagið VÍS keypti um 22 prósenta hlut í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, má áætla að kaupverðið hafi verið rúmlega 250 milljónir króna. Þau hjónin hafa komið að ýmsum fjárfestingum á undanförnum árum, meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu, en Hjörleifur var á árum áður forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso. Eignarhaldsfélag þeirra seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni vorið 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni um 760 milljónum. Þá er um þessar mundir verið að vinna að því að ganga frá sölu á Öryggismiðstöðunni, þar sem Hjörleifur er á meðal stærstu hluthafa, en félagið var sett í söluferli í lok apríl á þessu ári, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eru Brimgarðar jafnframt í hópi stærstu hluthafa í fasteignafélögunum Reitum, Regin og Eik. Þau systkinin komu inn í hluthafahóp Straums fjárfestingarbanka sumarið 2014 sem sameinaðist ári síðar MP banka undir nafninu Kvika.Hjörleifur Jakobsson var um árabil stjórnarmaður í Kaupþingi.Hlutafé aukið um 2 milljarða Talsvert hefur verið um viðskipti með bréf í Kviku banka á undanförnum mánuðum og misserum. Nokkrum vikum fyrir kaup VÍS á rúmlega fimmtungshlut í fjárfestingarbankanum í byrjun þessa árs höfðu annars vegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs og stórir hluthafar í VÍS, og félag í eigu Sigurðar Bollasonar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarmanns House of Fraser, keypt samanlagt 15 prósenta hlut í Kviku. Þá bætti VÍS við sig um þriggja prósenta hlut í bankanum í apríl síðastliðnum þegar tryggingafélagið keypti hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands auk þess sem félagið RES II, sem er í meirihlutaeigu Sigurðar, gekk nýlega frá kaupum á stærstum hluta bréfa TM í Kviku og á eftir þau viðskipti tæplega tíu prósenta hlut. Á hluthafafundi Kviku sem fer fram í dag, föstudaginn 14. júlí, mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Til stendur að auka hlutafé bankans um allt að tvo milljarða króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta kauptilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira