Erlent

Liu Xiaobo er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Liu Xiaobo áður en hann var handtekinn.
Liu Xiaobo áður en hann var handtekinn. Vísir/AFP
Kínverska Nóbelsverðlaunahafinn Liu Xiaobo er látinn. Liu hafði glímt við ólæknandi lifrarkrabbamein að undanförnu og hafði verið sleppt úr fangelsi í Kína vegna veikinda sinna. Hann var 61 árs gamall.

Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ritað greinina „Charter 08“ ásamt öðrum manni þar sem hvatt var til aukins lýðræðis í Kína. Hann hafði afplánað dóm sinn í fangelsi í Jinzhou í norðausturhluta Kína en var veitt reynslulausn um mánaðamótin síðustu.

Liu hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Kínversk stjórnvöld voru mjög óánægð með ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar og hafði málið mikil áhrif á samskipti Kína og Noregs árin eftir útnefninguna.

Þann 7. júlí ákváðu læknar Liu að hætta að gefa honum krabbameinslyf. Það var gert til að hlífa lifur hans. Þá hafði ástand hans versnað verulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×