Innlent

Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sektin í máli Bala nam um 30 þúsund krónum, að hans sögn. Hún var greidd nær samdægurs.
Sektin í máli Bala nam um 30 þúsund krónum, að hans sögn. Hún var greidd nær samdægurs. vísir/daníel
Bala Kamallakharan,sem var í fréttum í síðasta mánuði þar sem honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar, hefur nú fengið staðfestingu á því að hann sé orðinn íslenskur ríkisborgari.

Bala birtir fréttirnar og mynd af bréfinu frá Útlendingastofnun á Facebooksíðu sinni.  Þar þakkar hann fyrir stuðninginn og segir að þrátt fyrir að þetta hafi tekið tíma þá hafi þetta hafist að lokum. Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna.

Margar hraðasektir skráðar fyrir mistök

Bala skrifaði um samskipti sín við Útlendingastofnun á Facebook í lok júní, vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að synja beiðni hans. Hann gagnrýndi að ein sekt gerði það að verkum að honum yrði synjað um ríkisborgararétt.  Þetta var fyrsta hraðasekt Bala en síðar kom í ljós að fyrir mistök höfðu aðrar hraðasektir verið skráðar á hann sem voru í raun sektir sem konan hans hafði fengið. Þetta var vegna þess að bíll þeirra hjóna var skráður á hann.

Bala nefndi að hann hefði sótt um ríkisborgararéttinn í desember 2016 en málsmeðferðin hefði dregist á langinn sem orsakaði það að umrædd hraðasekt í febrúar, hafði þessi afdrifaríku áhrif.

Hann tók þó fram að eðlilegt væri að fylgja reglum en hins vegar þyrfti að vanda til verka. Jafnframt nefndi hann að það hafi tekið sex mánuði að upplýsa sig um hvers vegna umsókn hans var hafnað. Því hafi hann ákveðið að áfrýja ákvörðuninni og vann málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×