Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 20:00 Donald Trump yngri er í kröppum dansi þessa dagana. vísir/getty Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. Málið snúist ekki lengur um hindrun á réttvísinni heldur mögulegt glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð. Donald Trump yngri birti tölvusamskipti sín í tengslum við fund sem hann átti með Natalia Veselnitskaya, rússneskum lögmanni, hinn 9. júní í fyrra á Twitter í gær eftir að New York Times hafði greint honum frá því að fjölmiðillinn væri að fara að birta gögnin á heimasíðu sinni. Gögnin staðfesta að Trump yngri vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Paul Manafort þáverandi kosningastjóri Trump eldri og Jared Kushner tengdasonur forsetans og einn helsti ráðgjafi hans vissu af tölvupóstunum og mættu til fundarins með lögmanninum ásamt Trump yngri. Leyniþjónustunefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings ásamt Alríkislögreglunni FBI rannsaka tengsl framboðs Donald Trump við Rússa. Lindsey Graham er sá öldungadeildarþingmaður Republikana sem hvað mest hefur gagnrýnt Donald Trump. Hann segir upplýsingarnar sláandi. „Við getum ekki leyft ríkisstjórnum annarra ríkja að nálgast kosningabaráttu nokkurs frambjóðenda og bjóðast til að hjálpa þeim. Það er grundvallaratriði,“ segir Graham.Frá hindrun réttvísinnar til samsæris og landráðs Tim Kaine öldungadeildarþingmaður sem var varaforsetaefni Hillary Clinton tekur dýpra í árinni. „Það hefur enn ekkert verið sannað. En nú erum við ekki lengur að tala um rannsókn á hindrun réttvísinnar. Rannsóknin beinist nú að mögulegu samsæri, ósönnum yfirlýsingum og jafnvel landráði,“ segir Kaine. Staða Trump yngri er mun alvarlegri nú en hún var áður en New York Times neyddi hann til að birta tölvupóstana. Hann gerði hins vegar lítið úr mögulegri vitneskju föður síns um málið í viðtali hjá Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni. En nú snýst málið um hvað Trump forseti vissi og hvenær.Greindir þú föður þínum frá einhverju í tengslum við þetta? „Þetta var svo lítilsvert, það var ekkert til að greina frá. Ég meina, ég hefði ekki einu sinni munað eftir þessu nema vegna þess að þið (fjölmiðlar) fóruð að hræra í þessu.Þetta var bókstaflega sóun á tuttugu mínútum, sem er dapurt,“ sagði Trump yngri í viðtalinu.Þessi nýjasta uppljóstrun hefur hins vegar síst orðið til þess að draga úr áhuga rannsóknanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar á málinu. James Lankford öldungadeildarþingmaður Republikana vill að Trump yngri og fleiri beri vitni fyrir rannsóknarnefnd. „Já við viljum fá tækifæri til að mæta öllum. Staðreyndir málsins gagnast okkur gríðarlega vel. Í hvert skipti sem við fáum upplýsingar beint frá þessum einstaklingi hjálpar það okkur við að skýra allt þetta ferli,“ segir Lankford.Trump kallar uppljóstranirnar galdraofsóknir Donald Trump forseti hefur ekki tjáð sig mikið undanfarinn sólarhring um mál sonarins. Hann tísti þó fyrr í dag og sagði meðferðina á honum vera mestu pólitísku ofsóknir sögunnar. Sarah Huckabee fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins las síðan eftirfarandi yfirlýsingu frá forsetanum í dag upp fyrir fjölmiðla: „Sonur minn er mikil gæðapersóna og ég fagna hreinskilni hans. En í framhaldinu verði ég að vísa öllu sem snertir þetta mál á lögfræðing Dons yngra. Ég mun ekki hafa meira um þetta mál að segja í dag. Adam Schiff fulltrúadeildarþingmaður Deókrata segir rannsóknarnefnd vilja fá öllum hugsanlegum gögnum sem fólk í kring um forsetann kunni að hafa. „Við höfum hreinlega séð frásögn sonar forsetans taka stöðugum breytingum. Við getum ekki treyst neinum opinberum yfirlýsingum Trump fjölskyldunnar um samband þeirra við Rússa,“ segir Schiff. Forsetafjölskyldan á hins vegar enn dygga stuðningsmenn á þingi og í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox. Ted Cruz öldungadeildarþingmaður vill meina að um sé að ræða þráhyggju fjölmiðla og demókrata. „Þegar ég er í Washington, þegar ég tala við ykkur (fréttamenn) er önnur hver spurning um Rússland. Það lítur út fyrir að vera það eina sem fréttamenn i Washington vilja tala um,“En það eru þrenns konar mjög alvarlegar rannsóknir í gangi? „Ég er sammála, Washington er á valdi þráhyggjunnar þessa dagana. Þetta er dagskipan demókrata. En þegar ég fer heim til Texas talar enginn um Rússland,“ sagði Ted Cruz í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. Málið snúist ekki lengur um hindrun á réttvísinni heldur mögulegt glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð. Donald Trump yngri birti tölvusamskipti sín í tengslum við fund sem hann átti með Natalia Veselnitskaya, rússneskum lögmanni, hinn 9. júní í fyrra á Twitter í gær eftir að New York Times hafði greint honum frá því að fjölmiðillinn væri að fara að birta gögnin á heimasíðu sinni. Gögnin staðfesta að Trump yngri vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Paul Manafort þáverandi kosningastjóri Trump eldri og Jared Kushner tengdasonur forsetans og einn helsti ráðgjafi hans vissu af tölvupóstunum og mættu til fundarins með lögmanninum ásamt Trump yngri. Leyniþjónustunefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings ásamt Alríkislögreglunni FBI rannsaka tengsl framboðs Donald Trump við Rússa. Lindsey Graham er sá öldungadeildarþingmaður Republikana sem hvað mest hefur gagnrýnt Donald Trump. Hann segir upplýsingarnar sláandi. „Við getum ekki leyft ríkisstjórnum annarra ríkja að nálgast kosningabaráttu nokkurs frambjóðenda og bjóðast til að hjálpa þeim. Það er grundvallaratriði,“ segir Graham.Frá hindrun réttvísinnar til samsæris og landráðs Tim Kaine öldungadeildarþingmaður sem var varaforsetaefni Hillary Clinton tekur dýpra í árinni. „Það hefur enn ekkert verið sannað. En nú erum við ekki lengur að tala um rannsókn á hindrun réttvísinnar. Rannsóknin beinist nú að mögulegu samsæri, ósönnum yfirlýsingum og jafnvel landráði,“ segir Kaine. Staða Trump yngri er mun alvarlegri nú en hún var áður en New York Times neyddi hann til að birta tölvupóstana. Hann gerði hins vegar lítið úr mögulegri vitneskju föður síns um málið í viðtali hjá Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni. En nú snýst málið um hvað Trump forseti vissi og hvenær.Greindir þú föður þínum frá einhverju í tengslum við þetta? „Þetta var svo lítilsvert, það var ekkert til að greina frá. Ég meina, ég hefði ekki einu sinni munað eftir þessu nema vegna þess að þið (fjölmiðlar) fóruð að hræra í þessu.Þetta var bókstaflega sóun á tuttugu mínútum, sem er dapurt,“ sagði Trump yngri í viðtalinu.Þessi nýjasta uppljóstrun hefur hins vegar síst orðið til þess að draga úr áhuga rannsóknanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar á málinu. James Lankford öldungadeildarþingmaður Republikana vill að Trump yngri og fleiri beri vitni fyrir rannsóknarnefnd. „Já við viljum fá tækifæri til að mæta öllum. Staðreyndir málsins gagnast okkur gríðarlega vel. Í hvert skipti sem við fáum upplýsingar beint frá þessum einstaklingi hjálpar það okkur við að skýra allt þetta ferli,“ segir Lankford.Trump kallar uppljóstranirnar galdraofsóknir Donald Trump forseti hefur ekki tjáð sig mikið undanfarinn sólarhring um mál sonarins. Hann tísti þó fyrr í dag og sagði meðferðina á honum vera mestu pólitísku ofsóknir sögunnar. Sarah Huckabee fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins las síðan eftirfarandi yfirlýsingu frá forsetanum í dag upp fyrir fjölmiðla: „Sonur minn er mikil gæðapersóna og ég fagna hreinskilni hans. En í framhaldinu verði ég að vísa öllu sem snertir þetta mál á lögfræðing Dons yngra. Ég mun ekki hafa meira um þetta mál að segja í dag. Adam Schiff fulltrúadeildarþingmaður Deókrata segir rannsóknarnefnd vilja fá öllum hugsanlegum gögnum sem fólk í kring um forsetann kunni að hafa. „Við höfum hreinlega séð frásögn sonar forsetans taka stöðugum breytingum. Við getum ekki treyst neinum opinberum yfirlýsingum Trump fjölskyldunnar um samband þeirra við Rússa,“ segir Schiff. Forsetafjölskyldan á hins vegar enn dygga stuðningsmenn á þingi og í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox. Ted Cruz öldungadeildarþingmaður vill meina að um sé að ræða þráhyggju fjölmiðla og demókrata. „Þegar ég er í Washington, þegar ég tala við ykkur (fréttamenn) er önnur hver spurning um Rússland. Það lítur út fyrir að vera það eina sem fréttamenn i Washington vilja tala um,“En það eru þrenns konar mjög alvarlegar rannsóknir í gangi? „Ég er sammála, Washington er á valdi þráhyggjunnar þessa dagana. Þetta er dagskipan demókrata. En þegar ég fer heim til Texas talar enginn um Rússland,“ sagði Ted Cruz í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45