Innlent

Skemmtibátur strandaði sunnan við Húsavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarbáturinn Garðar kom á vettvang og kom bæði manninum sem var um borð og skemmtibátnum til hafnar á Húsavík.
Björgunarbáturinn Garðar kom á vettvang og kom bæði manninum sem var um borð og skemmtibátnum til hafnar á Húsavík. Sædís Rán Ægisdóttir
Upp úr klukkan fjögur í dag var björgunarsveitin Garðar á Húsavík kölluð út vegna skemmtibáts sem er strandaður við Kaldbaksnef rétt sunnan við Húsavík.

Björgunarbáturinn Jón Kjartansson frá björgunarsveitinni Garðari var fljótur á staðinn en einn maður var um borð. Engin hætta var þó á ferðum og var manninum komið til byggða með björgunarbátnum.

Þá vildi líka svo heppilega til að björgunarbáturinn náði skemmtibátnum af skerinu og fylgdi honum til hafnar á Húsavík.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Sædís Rán Ægisdóttir úr björgunarsveitinni Garðari tók á vettvangi.

Björgunarbáturinn Jón Kjartansson frá björgunarsveitinni Garðari var fljótur á staðinn.Sædís Rán Ægisdóttir
Skemmtibáturinn steytti á skeri við Kaldbaksnef rétt sunnan við Húsavík.Sædís Rán Ægisdóttir
Björgunarsveitarmenn að störfum á vettvangi.Sædís Rán Ægisdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×