Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar tvö verður fjallað um skátahópana sem virtu viðvaranir og lokanir svæða að vettugi við Skaftá og Reynisfjöru í gær. Einnig verður fjallað um stöðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ljósi tölvusamskipta sem staðfestu tengsl sonar hans við Rússa. Þá verður einnig fjallað um gengi krónunnar sem hefur veikst töluvert á undanförnum vikum en aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir skynsamlegt fyrir þá sem huga að ferðalögum síðar á árinu að fara að huga að gjaldeyriskaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×