Lesbíurnar í The L Word snúa aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:16 Leikararnir í hinum vinsælu þáttum The L Word. Vísir/Getty Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein