Innlent

Klósettskál í Ólafsvík vekur mikla athygli

Jakob Bjarnar skrifar
Klósettskál Vilbergs Inga, sem hér er ásamt annarri dætra sinna, henni Birgittu Sól, hefur vakið mikla athygli og keppast túristar við að mynda verkið.
Klósettskál Vilbergs Inga, sem hér er ásamt annarri dætra sinna, henni Birgittu Sól, hefur vakið mikla athygli og keppast túristar við að mynda verkið.
Klósettskál sem tekin hefur verið og fest við stóran stein í Ólafsvík hefur vakið mikla athygli og keppast túristar við að taka myndir af þessu listaverki.

Höfundur verksins er Vilberg Ingi Kristjánsson pípulagningameistari en hann segir þetta grín sem er þannig til komið að haldin var Ólafsvíkurvaka um daginn. Og fólk skreytti hverfi sín í tilefni hátíðarinnar. „Ég er pípari, var að skipta um klósettskál heima hjá mér og dúndraði þeirri gömlu bara á steininn,“ segir Vilberg Ingi léttur í bragði. „Orange var litur hverfisins og ég málaði skálina í þeim lit.“

Vilberg Ingi pípari á Ólafsvík er ekki fyrsti listamaðurinn til að sjá fagurfræðilegt gildi klósettskála. Hér er The Fountain eftir Duchamp.
Píparinn segir að ferðamenn sem eigi leið þar um keppist við að mynda þetta verk sem óneitanlega minnir nokkuð á verk Marcel Duchamps dadaista sem breytti listasögunni þegar hann tók klósettskál úr sínu samhengi, kallaði The Fountain og sýndi sem listaverk í galleríi.

„Jájá,“ einmitt segir Vilberg Ingi. Og neitar því ekki að þarna sé vísun í vandræðagang í tengslum við salernisaðstöðu á Íslandi og svo ferðamannastrauminn. Að þetta sé einskonar háðsádeila. „Það var aðeins uppá það líka. En, það hefur enginn lagt í að prófa þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×