Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 21. Endurlífgunartilraunir sem hófust á vettvangi báru árangur og í framhaldinu var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti manninn á slysadeild.
Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum gámasvæðisins er svæðið lokað á kvöldin og að þá eigi enginn að vera þar á ferli. Þá sé það girt af þannig að erfitt sé að komast inn fyrir girðingarnar.
