Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 10:30 Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02
Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00
Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30