Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar tvö verður fjallað um konu á sjötugsaldri sem neyðist til að búa á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að hún missti leiguhúsnæði sitt til níu ára. Rætt verður við son hennar í fréttatímanum sem segir aðstæður vera hræðilegar og að ekkert húsnæði sé að fá í bæjarfélaginu.

Þá verður fjallað um samskipti tengdasonar Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússneskan lögmann og stöðuna innan Neytendasamtakanna eftir að formaðurinn sagði af sér í gær.

Einnig verður sagt frá risastóru skátamóti við Úlfljótsvatn og rætt við Gísla Sigurðsson prófessor við Árnastofnun um þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að setja landnám Eiríks rauða á Grænlandi á heimsminjaskrá UNESCO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×