Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. júlí 2017 18:45 Konan hefur búið í fellihýsinu í þrjár vikur, eða síðan húsið sem hún leigði í níu ár var selt. MYND/VÍSIR Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“ Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira