Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. júlí 2017 18:45 Konan hefur búið í fellihýsinu í þrjár vikur, eða síðan húsið sem hún leigði í níu ár var selt. MYND/VÍSIR Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“ Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira