Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. júlí 2017 18:45 Konan hefur búið í fellihýsinu í þrjár vikur, eða síðan húsið sem hún leigði í níu ár var selt. MYND/VÍSIR Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira