Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ 11. júlí 2017 15:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir er ein af EM-nýliðunum. vísir/vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30