Höfðu dreymt um að vinna með Jack White Guðný Hrönn skrifar 11. júlí 2017 10:30 Guðbjörgu Tómasdóttur og My Larsdotter höfðu dreymt um að vinna með Jack White. MYND/Jamie goodsell/AFP Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira