Sautján stiga maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason á ferðinni með boltann í leik á móti KR í Vesturbænum. Andri Rúnar gerði út um þann leik eins og marga fleiri í sumar en hann fiskaði víti í lokin og skoraði úr því sigurmarkið í leiknum. vísir/stefán Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ Sjá meira
Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ Sjá meira