Innlent

Héraðsdómur segir sveitarfélagið Ölfus hafa brotið stjórnsýslulög

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Héraðsdómur suðurlands er staðsettur á Selfossi.
Héraðsdómur suðurlands er staðsettur á Selfossi. Vísir/Pjetur
Sveitarfélagið Ölfus hefur verið dæmt í héraði til að greiða fyrrverandi starfsmanni sambýlis miskabætur upp á 800 þúsund krónur með vöxtum ásamt því að greiða málskostnað vegna brota á stjórnsýslulögum.

Starfsmanninum hafði verið vikið úr starfi sínu sem stuðningsfulltrúi eftir upp komst um atvik sem rekja má til samskipta milli starfsmannsins og íbúa sambýlisins haustið 2015. 

Í kjölfar atviksins haustið 2015 gaf íbúi sambýlisins út ákæru á hendur starfsmanninum fyrir líkamsárás. Starfsmanninum var vikið úr starfi vegna brots á starfsskyldum, á meðan að málið var enn í höndum dómstóla og ekki var búið að skera úr um hvort hann væri sekur eður ei. Sveitarfélagið bar því fyrir sig að uppsögnin hefði hins vegar átt sér stað eftir að dómsúrskurður hefði verið kveðinn.

Í dómnum kemur fram að sveitarfélagið hafi talið að niðurstaða dómstólsins var óháð niðurstöðu refsimálsins og að atvikið væri þess eðlis að það gæti skaðað starfsemi sambýlisins. Dómstólinn sýknaði starfsmanninn síðar af ákærunni um líkamsárás. Taldi starfsmaðurinn að brottvikningin, vegna atviksins, stæðist ekki lög og vísaði í tekjumissi. Hann taldi jafnframt að möguleikar hans á þessum starfsvettvangi væru þar með takmarkaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×