Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 17:50 Donald Trump yngri viðurkennir að hafa hitt rússneska lögfræðinginn en segir að hún hafi ekki haft neinar marktækar upplýsingar undir höndum um Hillary Clinton. vísir/getty Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017
Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46