Innlent

Brotist inn í Grunnskólann á Ísafirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tveir drukknir innbrotsþjófar sáu sér leik á borði og brutust inn í grunnskólann.
Tveir drukknir innbrotsþjófar sáu sér leik á borði og brutust inn í grunnskólann. Vísir
Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði, við Austurveg, aðfaranótt 4. júlí síðastliðinn.

Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að búið var að brjótast þar inn og hafði lögreglan upp á öðrum þeirra sem það gerði. Hinn kom í leitirnar skömmu síðar. Fram kemur í færslu lögreglunnar að játning liggi fyrir hjá þessum tveimur aðilum að hafa brotist inn í byggingu skólans og valdið einhverju tjóni þar. Að sögn lögreglunnar voru þeir báðir ölvaðir.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í göngunum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals um miðjan dag þann 3 . júlí. Krani vörubifreiðar, sem ekið var inn í göngin frá Bolungarvík, rakst upp í hæðarslá. Hæðarsláin féll niður og á fólksbifreið sem þarna var á ferð einnig. Engin slys urðu á vegfarendum en töluvert tjón á fólksbifreiðinni og umferðarmannvirkjum í göngunum.

Inn á borð lögreglunnar komu að sama skapi níu tilkynningar um að ekið hafi verið á búfé á vegum í umdæminu. Flestar tilkynningarnar vörðuðu atvik í Ísafjarðardjúpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×