Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 14:42 Einar segist miður sín yfir slysinu, og ætlar að gera allt til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig. vísir „Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“ Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
„Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54