Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Fólk tekur myndir af skemmdum í Schanzenviertel stórmarkaðnum. Mótmælendur unnu miklar skemmdir þegar fundur G20 ríkjanna fór fram. vísir/epa Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira