Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:55 Kim Jong-Un fylgdist með nýjasta tilraunaskoti Norður-Kóreu. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09
Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57