„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira