„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent