Innlent

Þyrlan kölluð út vegna slyss í Hvítá

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn var með hópi fólks í River rafting í Hvítá.
Maðurinn var með hópi fólks í River rafting í Hvítá. Vísir/Vilhelm
Einn er talinn alvarlega slasaður eftir að hafa fallið útbyrðis í flúðasiglingu, eða River rafting, í Hvítá við Brúarhlöð. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út auk lögreglu- og sjúkraliðs á Suðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hinn slasaði erlendur ferðamaður, en frekari upplýsingar um málið er ekki að fá að svo stöddu. Maðurinn verður fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×