Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 29. júlí 2017 13:13 Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. vísir/jóhann k. jóhannsson Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar. Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar.
Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36