Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 13:44 Washington Post er einn þeirra fjölmiðla sem Trump og repúblikana hafa ítrekað vænt um að flytja gervifréttir. Vísir/EPA Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira