„Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2017 13:23 Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Vísir/Daníel Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær. „Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá. Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna: Thelma Ásdísardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Guðný Hafliðadóttir Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær. „Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá. Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna: Thelma Ásdísardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Guðný Hafliðadóttir Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna.
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00
„Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33