Stígur fram vegna máls Robert Downey: „Móðirin, ég, bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauður“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2017 22:05 Lilja Magnúsdóttir birti gamla mynd af þeim mæðgum með Facebook-færslunni. Myndin til hægri er af Lilju í dag. Lilja Magnúsdóttir „Við sem eigum börn sem hafa lent í misyndismönnum og eflaust allir aðrir líka, erum ekkert sátt við að einstaklingar sem hafa svívirt börn, geti bara látið þurrka það út eftir einhvern ákveðinn tíma eins og ekkert sé. Á sama tíma sitja fórnarlömbin uppi ævilangt með það sem var gert og þurfa að lifa með því og læra að lifa með því. Sumum tekst það, öðrum ekki.“ Þetta segir Lilja Magnúsdóttir í samtali við Vísi en fyrr í dag birti hún pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir frá máli dóttur sinnar og þegar hún opnaði sig og sagði frá reynslu sinni af samskiptum við embættismann í bænum þar sem þær bjuggu. „Áreitið hafði byrjað þegar hún var á fjórtánda ári. Stunur í eyra hér og þar, káf, einkennilegar athugasemdir um hana sem kynveru. Hún, sem var þá aðeins þrettán ára en hann kominn vel yfir sextugt. Hvað gerir barn? Það treystir þeim fullorðnu, sem eru í þeirri stöðu að eiga að vernda og hlúa að,“ segir í færslunni.Samfélagið tilbúið að fórna sálartetri og heiðri stúlkunnarLilja rekur þar málið, hvernig dóttir hennar hafi dregið sig inn í herbergi og sagt henni alla söguna. „Hvað gerist svo? Það fara allar sveitir af stað, móðir, faðir, nefndir og ráð. Embættismanni er stefnt fyrir dóm, loksins. Eftir mjög svo grýtta leið fyrir sextán ára barn. Samræmd próf eru ónýt vegna andlegs álags, göturnar í litla bænum eru ekki lengur öruggar. Embættismaðurinn hefur unnið heimavinnuna sína, hann safnar í herinn sinn, jábræðrum og systrum sem segja hann ekki geta haft gerst sekur um slíkt athæfi og hann er ásakaður um. Menn og konur banka á dyr í húsum bæjarins með stuðningslista honum til heiðurs, líka í hús barnsins þar sem móðirin er beðin um að skrifa nafn sitt. Sextán ára barn er borið ofurliði af ókunnugu fólki sem trúir henni ekki. Hún er lituð ljótum litum. Samfélag í litlum bæ er tilbúið að fórna sálartetri og heiðri hennar vegna embættismanns sem það í raun þekkir ekki nema að litlu leyti. Þrátt fyrir þetta allt er barnið staðfast í sinni frásögn og móðir og dóttir sammála um að svona athæfi eigi ekki að líðast og vilja því ekki láta kyrrt liggja. Ef ekki hennar vegna þá þeirra vegna sem á eftir koma. Vinarslit verða, barnið og móðirin þurfa að byrgja á þeim bitra kaleik að ekki eru allir vinir í raun. Viðtöl eru boðuð, lögreglan, barnahús, héraðsdómur og svo vitnaleiðslur. Dómur kemur saman í héraði, síðar í hæstarétti, embættismaður er sýknaður, barnið fær þó þann vitnisburð að hafa verið trúverðugt í vitnisburði sínum, sannanir hafi bara ekki reynst nægar,“ segir Lilja í færslunni á Facebook.Pistillinn lengi í bígerðLilja segir að pistil hennar hafi verið lengi í bígerð, en að rétta tækifærið til að koma honum á framfæri hafi ekki komið fyrr en nú. „Tækifærið kom í kjölfarið á þessum furðulega gjörningi þar sem Róbert Downey er hreinsaður af öllum sínum syndum. Þessi pistil er skrifaður til að leggja lóð á þær vogarskálar. Það er með ólíkindum að það séu til einstaklingar í þjóðfélaginu sem að séu tilbúnir að kvitta upp á það með nafninu sínu að einhver brotamaður, kynferðisbrotamaður, sé tilbúinn að stíga til baka í samfélagið sem hreinn og beinn einstaklingur, án þess að hafa neitt á samviskunni. Að við skulum ekki fá að vita hvaða einstaklingar séu reiðubúnir að leggja nafn sitt við svoleiðis, það er algerlega ófært,“ segir Lilja.„Það er okkar að breyta þessu“Lilja kveðst ekki bara vera að beina orðum sínum til dómsmálaráðuneytisins, heldur samfélagsins alls. „Það er okkar að þrýsta á um að breyta þessu. Það getur ekki verið svona. Það á ekki að vera hægt að einstaklingar sem svívirða börn og ungmenni geti stigið til baka eftir einhvern ákveðinn tíma með hreint borð, hreina samvisku og hreint sakarvottorð. Á meðan við gerum ekki neitt, á meðan samfélagið segir ekki neitt, og fólk er ekki tilbúið að taka á þessu, þá breytist þetta ekki. Það er okkar að breyta þessu. Þetta er okkar samfélag. Það erum við sem þurfum að sitja í þessu. Þessi pistill minn er skrifaður sem prik í umræðuna, varðandi þennan nýjasta gjörning [í máli Róberts Downey]. Við höfum svo sem upplifað það áður að sakamönnum hafi verið veitt uppreist æru, en svona brot eru þess eðlis að þau eiga ekki að gleymast. Bara aldrei.“Bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauðurÍ Facebook-færslu sinni segir Lilja að nú séu liðin næstum tíu ár frá því að dóttir sín opnaði sig og sagði frá reynslu sinni. „Móðirin, ég, bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauður. Því fyrr verður dóttirin ekki frjáls til að ganga um götur síns gamla bæjar óhrædd. Embættismaðurinn hefur margoft stoppað móðurina út á götu, komið að máli við hana á hennar gamla vinnustað og spurt hana um barnið, hvernig hún hafi það, hvort hún sé ekki hress. Móðirin er ekki samræðufús og hefur einu sinni látið það eftir sér að hrækja framan í hann. Ég, móðirin, kem aldrei til með að sleppa tökum á reiðinni í garð þessa manns. Reiðin er réttlát og hún gerir mig öfluga. Ég veit nákvæmlega hvað ég get, hvað ég geri og hvers ég er megnug ef slíkt kemur aftur upp í minni fjölskyldu. Ég veit líka upp á hár hvað mín dóttir gerir ef hennar börn lenda í vondum mönnum.“ Lilja segist vita hvernig það er að þurfa að púsla saman barni sem hefur lent í því að brotið sé á því og að samfélagið sé ekki reiðubúið að taka þátt í að hjálpa því með það. „Dóttir mín er sextán ára þegar hún segir mér frá þessu, þetta fer vinda upp á sig, og ég get farið að bregðast við sem móðir hennar. Ég veit hvernig er að þurfa að standa upp í hárinu á nánast öllum. Bara það eitt og sér, fyrir utan svo brotin, er rosalega þungur biti að kyngja. Þó að það bætist svo ekki við að þær stelpur, þau ungmenni, sem loksins fá réttlæti – fá sakamanninn dæmdan – að þurfa að kyngja því einhverjum árum seinna að þetta hafi bara verið tímabundið, og nú sé eins og þetta hafi ekki gerst.“Verðum að hlusta þegar börnin koma til okkarLilja segir að þegar börnin koma til okkar, þá verðum við að hlusta. Þegar barn nágrannans, vinnufélagans, barn einhvers segi frá, þá verðum við að hlusta og taka mark á og leyfa barninu að njóta vafans. „Ef barn er áreitt af einstaklingi þá skiptir engu einasta máli þó sá einstaklingur hafi gefið okkur gull og græna skóga, við eigum að hlusta og taka afstöðu MEÐ barninu! Og aldrei nokkurn tíma gleyma því sem gert er á barnsins hlut. Maður sem brýtur gegn barni og fær dóm fyrir er ekki búinn að bæta fyrir brot sitt með því að öðlast samfélagslegt samþykki á bættri hegðun. Það er ekki hægt að þurrka út gjörðir fólks þó einhver ákveðinn tími sé liðinn, það er gert sem er gert og við verðum öll að lifa með okkar gjörðum,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. 22. júní 2017 20:10 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Við sem eigum börn sem hafa lent í misyndismönnum og eflaust allir aðrir líka, erum ekkert sátt við að einstaklingar sem hafa svívirt börn, geti bara látið þurrka það út eftir einhvern ákveðinn tíma eins og ekkert sé. Á sama tíma sitja fórnarlömbin uppi ævilangt með það sem var gert og þurfa að lifa með því og læra að lifa með því. Sumum tekst það, öðrum ekki.“ Þetta segir Lilja Magnúsdóttir í samtali við Vísi en fyrr í dag birti hún pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir frá máli dóttur sinnar og þegar hún opnaði sig og sagði frá reynslu sinni af samskiptum við embættismann í bænum þar sem þær bjuggu. „Áreitið hafði byrjað þegar hún var á fjórtánda ári. Stunur í eyra hér og þar, káf, einkennilegar athugasemdir um hana sem kynveru. Hún, sem var þá aðeins þrettán ára en hann kominn vel yfir sextugt. Hvað gerir barn? Það treystir þeim fullorðnu, sem eru í þeirri stöðu að eiga að vernda og hlúa að,“ segir í færslunni.Samfélagið tilbúið að fórna sálartetri og heiðri stúlkunnarLilja rekur þar málið, hvernig dóttir hennar hafi dregið sig inn í herbergi og sagt henni alla söguna. „Hvað gerist svo? Það fara allar sveitir af stað, móðir, faðir, nefndir og ráð. Embættismanni er stefnt fyrir dóm, loksins. Eftir mjög svo grýtta leið fyrir sextán ára barn. Samræmd próf eru ónýt vegna andlegs álags, göturnar í litla bænum eru ekki lengur öruggar. Embættismaðurinn hefur unnið heimavinnuna sína, hann safnar í herinn sinn, jábræðrum og systrum sem segja hann ekki geta haft gerst sekur um slíkt athæfi og hann er ásakaður um. Menn og konur banka á dyr í húsum bæjarins með stuðningslista honum til heiðurs, líka í hús barnsins þar sem móðirin er beðin um að skrifa nafn sitt. Sextán ára barn er borið ofurliði af ókunnugu fólki sem trúir henni ekki. Hún er lituð ljótum litum. Samfélag í litlum bæ er tilbúið að fórna sálartetri og heiðri hennar vegna embættismanns sem það í raun þekkir ekki nema að litlu leyti. Þrátt fyrir þetta allt er barnið staðfast í sinni frásögn og móðir og dóttir sammála um að svona athæfi eigi ekki að líðast og vilja því ekki láta kyrrt liggja. Ef ekki hennar vegna þá þeirra vegna sem á eftir koma. Vinarslit verða, barnið og móðirin þurfa að byrgja á þeim bitra kaleik að ekki eru allir vinir í raun. Viðtöl eru boðuð, lögreglan, barnahús, héraðsdómur og svo vitnaleiðslur. Dómur kemur saman í héraði, síðar í hæstarétti, embættismaður er sýknaður, barnið fær þó þann vitnisburð að hafa verið trúverðugt í vitnisburði sínum, sannanir hafi bara ekki reynst nægar,“ segir Lilja í færslunni á Facebook.Pistillinn lengi í bígerðLilja segir að pistil hennar hafi verið lengi í bígerð, en að rétta tækifærið til að koma honum á framfæri hafi ekki komið fyrr en nú. „Tækifærið kom í kjölfarið á þessum furðulega gjörningi þar sem Róbert Downey er hreinsaður af öllum sínum syndum. Þessi pistil er skrifaður til að leggja lóð á þær vogarskálar. Það er með ólíkindum að það séu til einstaklingar í þjóðfélaginu sem að séu tilbúnir að kvitta upp á það með nafninu sínu að einhver brotamaður, kynferðisbrotamaður, sé tilbúinn að stíga til baka í samfélagið sem hreinn og beinn einstaklingur, án þess að hafa neitt á samviskunni. Að við skulum ekki fá að vita hvaða einstaklingar séu reiðubúnir að leggja nafn sitt við svoleiðis, það er algerlega ófært,“ segir Lilja.„Það er okkar að breyta þessu“Lilja kveðst ekki bara vera að beina orðum sínum til dómsmálaráðuneytisins, heldur samfélagsins alls. „Það er okkar að þrýsta á um að breyta þessu. Það getur ekki verið svona. Það á ekki að vera hægt að einstaklingar sem svívirða börn og ungmenni geti stigið til baka eftir einhvern ákveðinn tíma með hreint borð, hreina samvisku og hreint sakarvottorð. Á meðan við gerum ekki neitt, á meðan samfélagið segir ekki neitt, og fólk er ekki tilbúið að taka á þessu, þá breytist þetta ekki. Það er okkar að breyta þessu. Þetta er okkar samfélag. Það erum við sem þurfum að sitja í þessu. Þessi pistill minn er skrifaður sem prik í umræðuna, varðandi þennan nýjasta gjörning [í máli Róberts Downey]. Við höfum svo sem upplifað það áður að sakamönnum hafi verið veitt uppreist æru, en svona brot eru þess eðlis að þau eiga ekki að gleymast. Bara aldrei.“Bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauðurÍ Facebook-færslu sinni segir Lilja að nú séu liðin næstum tíu ár frá því að dóttir sín opnaði sig og sagði frá reynslu sinni. „Móðirin, ég, bíður þess að embættismaðurinn detti niður dauður. Því fyrr verður dóttirin ekki frjáls til að ganga um götur síns gamla bæjar óhrædd. Embættismaðurinn hefur margoft stoppað móðurina út á götu, komið að máli við hana á hennar gamla vinnustað og spurt hana um barnið, hvernig hún hafi það, hvort hún sé ekki hress. Móðirin er ekki samræðufús og hefur einu sinni látið það eftir sér að hrækja framan í hann. Ég, móðirin, kem aldrei til með að sleppa tökum á reiðinni í garð þessa manns. Reiðin er réttlát og hún gerir mig öfluga. Ég veit nákvæmlega hvað ég get, hvað ég geri og hvers ég er megnug ef slíkt kemur aftur upp í minni fjölskyldu. Ég veit líka upp á hár hvað mín dóttir gerir ef hennar börn lenda í vondum mönnum.“ Lilja segist vita hvernig það er að þurfa að púsla saman barni sem hefur lent í því að brotið sé á því og að samfélagið sé ekki reiðubúið að taka þátt í að hjálpa því með það. „Dóttir mín er sextán ára þegar hún segir mér frá þessu, þetta fer vinda upp á sig, og ég get farið að bregðast við sem móðir hennar. Ég veit hvernig er að þurfa að standa upp í hárinu á nánast öllum. Bara það eitt og sér, fyrir utan svo brotin, er rosalega þungur biti að kyngja. Þó að það bætist svo ekki við að þær stelpur, þau ungmenni, sem loksins fá réttlæti – fá sakamanninn dæmdan – að þurfa að kyngja því einhverjum árum seinna að þetta hafi bara verið tímabundið, og nú sé eins og þetta hafi ekki gerst.“Verðum að hlusta þegar börnin koma til okkarLilja segir að þegar börnin koma til okkar, þá verðum við að hlusta. Þegar barn nágrannans, vinnufélagans, barn einhvers segi frá, þá verðum við að hlusta og taka mark á og leyfa barninu að njóta vafans. „Ef barn er áreitt af einstaklingi þá skiptir engu einasta máli þó sá einstaklingur hafi gefið okkur gull og græna skóga, við eigum að hlusta og taka afstöðu MEÐ barninu! Og aldrei nokkurn tíma gleyma því sem gert er á barnsins hlut. Maður sem brýtur gegn barni og fær dóm fyrir er ekki búinn að bæta fyrir brot sitt með því að öðlast samfélagslegt samþykki á bættri hegðun. Það er ekki hægt að þurrka út gjörðir fólks þó einhver ákveðinn tími sé liðinn, það er gert sem er gert og við verðum öll að lifa með okkar gjörðum,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. 22. júní 2017 20:10 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00
Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. 22. júní 2017 20:10
Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00