Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og sigurmark Maribor.
Brasilímaðurinn Marcos Tavares, sem einnig er fyrirliði Maribor, skoraði eina mark leiksins. Hann er 33 ára sóknarmaður sem einnig er leikja- og markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Maribor átti fleiri marktilraunir í leiknum, sextán gegn fimm, en hættulegasta færi heimamanna í fyrri hálfleik var bylmingsskot í slánna.
Síðari leikur liðanna fer fram á Kaplakrikavelli á miðvikudag í næstu viku og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.