Innlent

Skjálfti 4,5 að stærð í Mýrdalsjökli

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð í Kötluöskjunni.
Skjálftinn varð í Kötluöskjunni. Vísir/Vilhelm
Skjálfti 4,5 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 22:18 í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni voru upptök skjálftans í Kötluöskjunni,8,6 kílómetra austnorðaustur af Goðabungu.

Skálavörður í Langadal segir að fólk hafi þar fundið fyrir tveimur skjálftum með skömmu millibili.

Uppfært 23:09:

Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 3,7 að stærð. Skjálftinn hefur nú verið yfirfarinn og fréttinni breytt í samræmi við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×