Innlent

Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.
Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari. vísir/valli
Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel.

„Þetta eru alvarleg brot og þeim fer klárlega fjölgandi og því er mjög miður að ekki sé haldið utan um tölfræði þessara mála,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, og bendir á að stafræn kynferðisbrot eru ekki skilgreind í sérstöku ákvæði refsilöggjafarinnar.

„Þessi brot geta fallið undir fleiri en eitt ákvæði sem taka einnig til annarra brota,“ segir Kolbrún og bætir við að birtingarmynd þessara brota sé margvísleg og oft liður í öðrum og alvarlegri brotum eins og nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×