Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23