Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 15:18 Sessions kom til fundar í Hvíta húsinu í dag. Hann er ekki sagður hafa í hyggju af láta af embætti þrátt fyrir reiði forsetans. Vísir/AFP Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent