Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 15:18 Sessions kom til fundar í Hvíta húsinu í dag. Hann er ekki sagður hafa í hyggju af láta af embætti þrátt fyrir reiði forsetans. Vísir/AFP Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31