Innlent

John Snorri kominn upp í fjórðu og síðustu búðirnar áður en hann toppar K2

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
John Snorri glaður í bragði enda alveg að verða kominn á toppinn.
John Snorri glaður í bragði enda alveg að verða kominn á toppinn. líf styrktarfélag
Fjallagarpurinn John Snorri er kominn upp í fjórðu búðirnar á K2. Fjórðu búðirnar eru jafnframt síðustu búðirnar áður en John Snorri leggur af stað upp á topp K2. Ferðin upp að búðunum eru 12 tímar.

Í tilkynningu segir að verð sé að reyna að tjalda en aðstæður séu frekar flóknar þar sem snjórinn nær þeim upp að mitti. Grafið hafi verið einn og hálfan meter niður til að geta fest tjaldið. Nú verið staðan skoðuð og ákveðið verður hvort að hann ætli að reyna að toppa fjallið á morgunn eða hinn.

Minnt er á að John Snorri gengur fyrir Líf Styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. Hægt er að leggja málefninu lið inn á síðu Lífsspor.


Tengdar fréttir

Vilja ná lengra upp K2 í dag

Hópur Johns Snorra Sigurjónssonar, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, ætlar í fyrramálið að gera tilraun til að komast úr búðum þrjú í fjögur á fjallinu.

Á topp K2 á miðvikudag

John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað upp á topp fjallsins K2 og stefnir að því að komast á tindinn á miðvikudag, fyrstur Íslendinga.

John Snorri stefnir á topp K2 eftir tíu daga

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×