Feiersinger dáðist að Dagnýju hjá Bayern Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 13:15 Dagný varð þýskur meistari með Bayern árið 2015. Vísir/Getty Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira