Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 08:00 Varðskipið Þór er einnig á leið á staðinn. Vísir/Anton Skip landhelgisgæslunnar er nú á siglingu í átt að bandarískri skútu, sem sendi boð úr neyðarsendi sínum um klukkan hálf fimm í nótt. Í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið á staðinn hvað úr hverju. Í tilkynningunni segir að um klukkan hálf fimm í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist boð úr neyðarsendi djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við íslensku lögsögumörkin. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós sendirinn tilheyrði bandarískri skútu. Kveikt var á sendinum handvirkt og því full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og óskaði því stjórnstöð eftir því að hann færi þegar í stað á vettvang. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Að því er skipstjórnarmenn um borð í Árna Friðrikssyni segja er þungur sjór á svæðinu en skyggni ágætt. Þá er varðskipið Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, á leið á staðinn en það á talsverða siglingu framundan.Uppfært klukkan 08:51:Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, sem á skamma leið ófarna að staðsetningu neyðarsendisins, sér nú í ratsjá merki sem líkur eru á að sé bandarísk skúta sem sendirinn tilheyrir. Flugvél Isavia hefur einnig verið kölluð út en hún er búin nákvæmum miðunarbúnaði. Búist er við því að hún fari í loftið um klukkan níu og verði komin á vettvang um klukkustund síðar. Þá hefur Challenger, eftirlitsflugvél danska flughersins í Kangerlussuaq á Grænlandi, verið kölluð út. Von er á henni á vettvang eftir um tvær klukkustundir.Uppfært klukkan 09:58:Í fyrstu tilkynningum frá Landhelgisgæslunni sagði að neyðarboðin frá bandarísku skútunni hefðu borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálf fjögur í nótt. Þau reyndust hins vegar hafa borist um klukkan hálf fimm. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar upplýsingar. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Skip landhelgisgæslunnar er nú á siglingu í átt að bandarískri skútu, sem sendi boð úr neyðarsendi sínum um klukkan hálf fimm í nótt. Í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið á staðinn hvað úr hverju. Í tilkynningunni segir að um klukkan hálf fimm í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist boð úr neyðarsendi djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við íslensku lögsögumörkin. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós sendirinn tilheyrði bandarískri skútu. Kveikt var á sendinum handvirkt og því full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins og óskaði því stjórnstöð eftir því að hann færi þegar í stað á vettvang. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Að því er skipstjórnarmenn um borð í Árna Friðrikssyni segja er þungur sjór á svæðinu en skyggni ágætt. Þá er varðskipið Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, á leið á staðinn en það á talsverða siglingu framundan.Uppfært klukkan 08:51:Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, sem á skamma leið ófarna að staðsetningu neyðarsendisins, sér nú í ratsjá merki sem líkur eru á að sé bandarísk skúta sem sendirinn tilheyrir. Flugvél Isavia hefur einnig verið kölluð út en hún er búin nákvæmum miðunarbúnaði. Búist er við því að hún fari í loftið um klukkan níu og verði komin á vettvang um klukkustund síðar. Þá hefur Challenger, eftirlitsflugvél danska flughersins í Kangerlussuaq á Grænlandi, verið kölluð út. Von er á henni á vettvang eftir um tvær klukkustundir.Uppfært klukkan 09:58:Í fyrstu tilkynningum frá Landhelgisgæslunni sagði að neyðarboðin frá bandarísku skútunni hefðu borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálf fjögur í nótt. Þau reyndust hins vegar hafa borist um klukkan hálf fimm. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar upplýsingar.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira