Veszprem höfðar mál gegn Aroni Pálmarssyni | Skrópaði á fyrstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 21:50 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. Aron mætti ekki á æfingu hjá Veszprem í dag eins og hann átti að gera en þá hófust æfingar fyrir komandi leiktíð. Aron sendi þjálfaranum Ljubomir Vranjes smáskilaboð fimmtán mínútum fyrir æfingu þar sem hann tjáði Svíanum að hann myndi ekki mæta á æfinguna. Aron Pálmarsson mun fara til Barcelona eftir komandi tímabil en hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast þangað strax.Samningur Arons og Veszprem nær hinsvegar til 30. júní 2018 og Barcelona ætlar ekki að kaupa Aron frá ungverska liðinu. Félögin funduðu um framtíð Arons í lok síðasta mánaðar en niðurstaðan af þeim viðræðum var að Aron myndi klára komandi tímabil með ungverska liðinu. Þegar Aron lét síðan ekki sjá sig í dag og þjálfarinn fékk að vita af því með SMS: Ungverska liðið brást mjög illa við þessari ákvörðun Arons og skrifaði strax um skróp hans á heimasíðu sína. Ljubomir Vranjes sagði í fréttinni á heimasíðu Veszprem að Aron fengi ekkert tækfæri hjá Veszprem á næsta tímabili því svona framkoma væri ekki liðin hjá félaginu. „Atvinnumaður á ekki að setja sína eigin hagsmuni fram fyrir hagsmuni liðsins,“ er haft eftir Vranjes á heimasíðu Veszprem. Ungverjarnir ætla nú að fara í hart og höfða mál gegn Aroni Pálmarssyni vegna brots á samningi hans og félagsins sem er enn í fullu gildi þótt að Aron vilji komast til Barcelona. Það er erfitt að sjá íslenska landsliðsmanninn spila aftur fyrir Veszprem eftir atburði dagsins en hvar eða hvort hann spilar einhversstaðar 2017-18 á eftir að koma í ljós. Handbolti Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. Aron mætti ekki á æfingu hjá Veszprem í dag eins og hann átti að gera en þá hófust æfingar fyrir komandi leiktíð. Aron sendi þjálfaranum Ljubomir Vranjes smáskilaboð fimmtán mínútum fyrir æfingu þar sem hann tjáði Svíanum að hann myndi ekki mæta á æfinguna. Aron Pálmarsson mun fara til Barcelona eftir komandi tímabil en hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast þangað strax.Samningur Arons og Veszprem nær hinsvegar til 30. júní 2018 og Barcelona ætlar ekki að kaupa Aron frá ungverska liðinu. Félögin funduðu um framtíð Arons í lok síðasta mánaðar en niðurstaðan af þeim viðræðum var að Aron myndi klára komandi tímabil með ungverska liðinu. Þegar Aron lét síðan ekki sjá sig í dag og þjálfarinn fékk að vita af því með SMS: Ungverska liðið brást mjög illa við þessari ákvörðun Arons og skrifaði strax um skróp hans á heimasíðu sína. Ljubomir Vranjes sagði í fréttinni á heimasíðu Veszprem að Aron fengi ekkert tækfæri hjá Veszprem á næsta tímabili því svona framkoma væri ekki liðin hjá félaginu. „Atvinnumaður á ekki að setja sína eigin hagsmuni fram fyrir hagsmuni liðsins,“ er haft eftir Vranjes á heimasíðu Veszprem. Ungverjarnir ætla nú að fara í hart og höfða mál gegn Aroni Pálmarssyni vegna brots á samningi hans og félagsins sem er enn í fullu gildi þótt að Aron vilji komast til Barcelona. Það er erfitt að sjá íslenska landsliðsmanninn spila aftur fyrir Veszprem eftir atburði dagsins en hvar eða hvort hann spilar einhversstaðar 2017-18 á eftir að koma í ljós.
Handbolti Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira