Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2017 19:00 Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn. Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fulltrúi meirihlutans í Reykjavík segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll, til að létta á álagi á Keflavíkurflugvelli, ætti Isavia að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni í stað þess að auka flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Auk þess mætti byggja upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að vilji væri til að opna meira á millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll en það yrði gert til þess að stytta ferðatíma flugfarþega og létta á álagi á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin hefur verið rædd eftir að British Airways ákváðu að hefja beint flug á milli Keflavíkur og London City-flugvallar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli vera eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum og að ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til. Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. „Það er nú ekki markmið borgaryfirvalda að auka umferð á Reykjavíkurflugvelli enda er þetta nú ekki flugvöllur sem að verður þarna um ókomna tíð. Ef að það er orðin einhver knýjandi þörf á öðrum alþjóðaflugvelli að þá mundi ég nú telja skynsamlegra að ráðast bara strax í uppbyggingu Hvassahrauns-flugvallar,“ segir S. Björn Blöndal, staðgengill borgarstjóra. Björn segir skynsamlegt að huga að því að tengja betur saman innanlandsflug og millilandaflug, með tilliti til dreifingar ferðamanna um landið og jafnvel með því ná skaplegra verði á farmiðum í innanldansflugi. „Ef að þetta verður til þess að opna augu Isavia, flufélaganna og ríkisins á brýnni þörf fyrir beina tenginu innanlands- og millilandaflugs að þá er það í sjálfu sér ágætt. En þetta er engin framtíðarlausn,“ segir Björn. Björn segir það skýrt í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarflokkanna að flugvallarmálið í Vatnsmýri verði leitt til lykta. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvöllurinn í Vatnsmýri í raun og veru lokar en ég mundi nú segja ef að það knýjandi þörf á að fá hér annan alþjóðaflugvöll að þá væri kannski skynsamlegra að styrkja flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri en frekar til þess að létta á Keflavíkurflugvelli. Það mundi líka stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna,“ segir Björn.
Tengdar fréttir Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47 Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni "Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn Teitsson í samtali við Vísi. 23. júlí 2017 18:47
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30