Dómarinn breytti vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2017 15:15 Vitulano útskýrir ákvörðun sína. Vísir/Getty Afar óvenjuleg uppákoma var í leik Englands og Spánar á EM kvenna í Hollandi í gær en þá breytti dómari vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni um hvernig reglurnar væru. Umræddur dómari er Carina Vitulano, ítalskur dómari sem var einnig við störf á leik Íslands og Frakklands og fékk mikla gagnrýni fyrir, enda vildu Íslendingar fá víti í þeim leik. Vitulano dæmdi vítaspyrnu í leiknum í gær, þegar staðan var 1-0 fyrir Englandi. Hún dæmdi hendi á enska varnarmanninn Ellen White en dró svo dóminn skyndilega til baka. Sjá einnig: Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Það gerði hún eftir að Lucy Bronze, varnarmaður Englands, benti henni á að samkvæmt reglunum ætti ekki að dæma víti þegar leikmaður fær boltann óviljandi í höndina. „UEFA sendir dómara á fundi með leikmönnum fyrir mót og þetta kom fram á þeim fundi,“ sagði Bronze í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. Hún hrósaði Vitulano fyrir að hafa hugrekki til að breyta ákvörðuninni. „Ég sá þetta gerast. Boltinn fór í fótinn hennar og svo upp í höndina. Ég sagði dómaranum þetta og hún sagði að þetta væri rétt, þetta væru hennar mistök.“ „Ég held að fáir dómarar hafi hugrekki til að viðurkenna svona og breyta dómi í svo mikilvægum leik. Spánverjarnir voru svolítið vonsviknar og pirraðar en ef þær horfa aftur á atvikið sjá þær að þetta var algert óviljaverk.“ Leiknum lauk með 2-0 sigri Englands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Afar óvenjuleg uppákoma var í leik Englands og Spánar á EM kvenna í Hollandi í gær en þá breytti dómari vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni um hvernig reglurnar væru. Umræddur dómari er Carina Vitulano, ítalskur dómari sem var einnig við störf á leik Íslands og Frakklands og fékk mikla gagnrýni fyrir, enda vildu Íslendingar fá víti í þeim leik. Vitulano dæmdi vítaspyrnu í leiknum í gær, þegar staðan var 1-0 fyrir Englandi. Hún dæmdi hendi á enska varnarmanninn Ellen White en dró svo dóminn skyndilega til baka. Sjá einnig: Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Það gerði hún eftir að Lucy Bronze, varnarmaður Englands, benti henni á að samkvæmt reglunum ætti ekki að dæma víti þegar leikmaður fær boltann óviljandi í höndina. „UEFA sendir dómara á fundi með leikmönnum fyrir mót og þetta kom fram á þeim fundi,“ sagði Bronze í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. Hún hrósaði Vitulano fyrir að hafa hugrekki til að breyta ákvörðuninni. „Ég sá þetta gerast. Boltinn fór í fótinn hennar og svo upp í höndina. Ég sagði dómaranum þetta og hún sagði að þetta væri rétt, þetta væru hennar mistök.“ „Ég held að fáir dómarar hafi hugrekki til að viðurkenna svona og breyta dómi í svo mikilvægum leik. Spánverjarnir voru svolítið vonsviknar og pirraðar en ef þær horfa aftur á atvikið sjá þær að þetta var algert óviljaverk.“ Leiknum lauk með 2-0 sigri Englands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11
Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28