Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 08:42 Margar spurningar brenna á vörum þingmanna sem þeir vilja að Jared Kushner svari. Vísir/EPA Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48