John Snorri lagður af stað upp á topp K2 Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2017 08:47 John Snorri ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Lífsspor John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað upp á topp fjallsins K2, en stefnt er að því að hann komist á tindinn á miðvikudaginn. Í tilkynningu segir að hópurinn lagi lagt af stað úr grunnbúðum í gærkvöldi og var stefnan sett á búðir tvö þar sem verður gist fyrstu nóttina. „Mánudaginn 24. júlí heldur hópurinn áfram í búðir þrjú og gistir þar i eina nótt, sú ganga tekur um fjóra tíma. Þriðjudaginn 25. júlí eru það búðir fjögur sem án efa er mjög erfiður dagur þar sem farið er yfir Black pyramid og stóra snjóhengju.Þangað vill John Snorri komast.LífssporMiðvikudaginn 26. júlí ætlar hópurinn að ná toppnum, gert er ráð fyrir að sá leggur taki um 11 klukkutíma. Þegar toppnum er náð þá tekur ekki síður erfitt verkefni við en það er að koma sér niður aftur,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð féll í fjallinu um daginn sem hefur haft mikla óvissu í för með sér, en eftir miklar vangaveltur hafi hópurinn ákveðið að leggja nú af stað í þeim veðurglugga sem opnaðist. Segir í tilkynningunni að hópurinn hafi tekið með sér auka línur og súrefni ef ske kynni að sá búnaður sem upp var kominn hafi glatast í flóðinu.Ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn á K2 John Snorri er 38 ára göngugarpur sem hefur klifið nokkra af hæstu tindum heims og ætlar að verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2. Í leiðinni safnar hann áheitum fyrir styrktarfélagið LÍF. Aðeins um 230 manns hafa klifið fjallið og komið heilir niður, undanfarin tæp fimmtíu ár. Af hverjum fjórum sem leggja af stað, koma aðeins þrír aftur heim. Hægt er að fylgjast með göngunni á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. Að neðan má sjá innslag Stöðvar 2 þar sem rætt er við John Snorra. Tengdar fréttir John Snorri á K2: Ætla mér að koma aftur heim til fimm barna Fleiri hafa farið út í geim, en gengið á topp fjallsins K2, eða grimma fjallsins eins og það er gjarnan kallað. Þangað stefnir John Snorri Sigurjónsson, 38 ára göngugarpur. 5. apríl 2017 17:02 Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2: Einn af hverjum fjórum sem nær tindinum lætur lífið John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er talið vera erfiðasta fjall heims og hátt hlutfall þeirra sem reyna við fjallið láta lífið. Aðeins hafa 230 mannst komist á toppinn og ætlar John Snorri sér að bætast í hópinn en hann lagði af stað á mánudaginn. Hann viðurkennir að hann sé hræddur en segist þó vera mjög vel undirbúin og að hann ætli að koma heill heim til kærustunnar og barna sinna fimm. 5. apríl 2017 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað upp á topp fjallsins K2, en stefnt er að því að hann komist á tindinn á miðvikudaginn. Í tilkynningu segir að hópurinn lagi lagt af stað úr grunnbúðum í gærkvöldi og var stefnan sett á búðir tvö þar sem verður gist fyrstu nóttina. „Mánudaginn 24. júlí heldur hópurinn áfram í búðir þrjú og gistir þar i eina nótt, sú ganga tekur um fjóra tíma. Þriðjudaginn 25. júlí eru það búðir fjögur sem án efa er mjög erfiður dagur þar sem farið er yfir Black pyramid og stóra snjóhengju.Þangað vill John Snorri komast.LífssporMiðvikudaginn 26. júlí ætlar hópurinn að ná toppnum, gert er ráð fyrir að sá leggur taki um 11 klukkutíma. Þegar toppnum er náð þá tekur ekki síður erfitt verkefni við en það er að koma sér niður aftur,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð féll í fjallinu um daginn sem hefur haft mikla óvissu í för með sér, en eftir miklar vangaveltur hafi hópurinn ákveðið að leggja nú af stað í þeim veðurglugga sem opnaðist. Segir í tilkynningunni að hópurinn hafi tekið með sér auka línur og súrefni ef ske kynni að sá búnaður sem upp var kominn hafi glatast í flóðinu.Ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn á K2 John Snorri er 38 ára göngugarpur sem hefur klifið nokkra af hæstu tindum heims og ætlar að verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2. Í leiðinni safnar hann áheitum fyrir styrktarfélagið LÍF. Aðeins um 230 manns hafa klifið fjallið og komið heilir niður, undanfarin tæp fimmtíu ár. Af hverjum fjórum sem leggja af stað, koma aðeins þrír aftur heim. Hægt er að fylgjast með göngunni á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. Að neðan má sjá innslag Stöðvar 2 þar sem rætt er við John Snorra.
Tengdar fréttir John Snorri á K2: Ætla mér að koma aftur heim til fimm barna Fleiri hafa farið út í geim, en gengið á topp fjallsins K2, eða grimma fjallsins eins og það er gjarnan kallað. Þangað stefnir John Snorri Sigurjónsson, 38 ára göngugarpur. 5. apríl 2017 17:02 Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2: Einn af hverjum fjórum sem nær tindinum lætur lífið John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er talið vera erfiðasta fjall heims og hátt hlutfall þeirra sem reyna við fjallið láta lífið. Aðeins hafa 230 mannst komist á toppinn og ætlar John Snorri sér að bætast í hópinn en hann lagði af stað á mánudaginn. Hann viðurkennir að hann sé hræddur en segist þó vera mjög vel undirbúin og að hann ætli að koma heill heim til kærustunnar og barna sinna fimm. 5. apríl 2017 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
John Snorri á K2: Ætla mér að koma aftur heim til fimm barna Fleiri hafa farið út í geim, en gengið á topp fjallsins K2, eða grimma fjallsins eins og það er gjarnan kallað. Þangað stefnir John Snorri Sigurjónsson, 38 ára göngugarpur. 5. apríl 2017 17:02
Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2: Einn af hverjum fjórum sem nær tindinum lætur lífið John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er talið vera erfiðasta fjall heims og hátt hlutfall þeirra sem reyna við fjallið láta lífið. Aðeins hafa 230 mannst komist á toppinn og ætlar John Snorri sér að bætast í hópinn en hann lagði af stað á mánudaginn. Hann viðurkennir að hann sé hræddur en segist þó vera mjög vel undirbúin og að hann ætli að koma heill heim til kærustunnar og barna sinna fimm. 5. apríl 2017 20:00